VG vill afnema verðtryggingu

Flokksráð VG vill að VG hafi frumkvæði að því að móta leiðir til að draga úr skuldavanda heimila og fyrirtækja, að því er fram kemur í ályktun sem var samþykkt á flokksráðsfundi VG í dag.

„Brýnt er að afnema verðtryggingu og leiðrétta þá okurvaxtabyrði og auknu skuldabyrði sem hún hefur valdið eftir hrun fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eru sérstaklega hvött til að ganga á undan með góðu fordæmi,“ segir í ályktuninni.

Eins fagnar flokksráð VG að ráðuneyti bankamála skuli vera komin á ábyrgð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og felur nýskipuðum ráðherra bankamála að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka sem þingmenn flokksins hafa flutt endurtekið á fyrri þingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert