Lýðræðisleg skylda að skoða málið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á blaðamannafundi í dag að ljóst væri að fjölmargir væru ekki reiðubúnir að sætta sig við þá ákvörðun hans að láta af embætti forseta Íslands. Hann teldi það því lýðræðislega og um leið siðferðislega skyldu sína að taka til skoðunar hvort hann yrði við því kalli að gefa áfram kost á sér í embætti eða héldi sig við fyrri ákvörðun sína að segja skilið við það.

Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar þess að Ólafi voru afhentar um 31 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á hann að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert