Forsetinn: Þjóðin hefur fylgt mér

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi samband sitt við þjóðina …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi samband sitt við þjóðina á blaðamannafundinum á Bessastöðum í vikunni. Árni Sæberg

 „Þetta byggist allt á því hvað fólkið í landinu vill... Ég hef reynt að mæta þeim óskum ... og það hefur stundum verið umdeilt, eins og við vitum. En þó hefur niðurstaðan verið sú að í flestum efnum hefur þjóðin stutt þá vegferð,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Forsetinn ræddi samband sitt við sig þjóðina á blaðamannafundi á Bessastöðum í vikunni og setti það í samhengi við starfsreglur forsetaembættisins.

„Auðvitað eru engar reglur um það nákvæmlega hvernig forsetaembættið þróast. Ég hef oft sagt það að það þróast ekki bara á grundvelli vilja forsetans. Vegna þess að það sem bindur forsetann og um leið skapar honum farveg er viljii fólksins í landinu. Það er þetta merkilega virka lýðræði sem við búum að þrátt fyrir allt sem gerir það að verkum að forsetinn er því aðeins á réttri braut ef fólkið í landinu fylgir honum.

Það er miklu meira aðhald gagnvart forsetanum en einhver ákvæði í stjórnarskrá. Það er hinn lýðræðislegi vilji fólksins. Þetta byggist allt á því hvað fólkið í landinu vill. Þess vegna þarf sérhver forseti að bregðast við nýjum aðstæðum með því kannski að þróa embættið áfram. Ég hef reynt að mæta þeim óskum og fara inn á þær brautir eftir bestu getu og það hefur stundum verið umdeilt, eins og við vitum. En þó hefur niðurstaðan verið sú að í flestum efnum hefur þjóðin stutt þá vegferð,“ sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert