Örva þarf markað fyrir rafbíla

Á næstu misserum verður hægt að kaupa rafbíla sem eru raunhæfur kostur á móti öðrum bílum. Hinsvegar þarf að grípa til markvissra aðgerða sem myndu örva markaðinn hér á landi t.d. að fella niður bifreiðagjöld og virðisaukaskatt. Leikandi væri hægt að knýja allan bílaflota landsmanna með rafmagni.

Þetta segir Sturla Sighvatsson, einn stofnenda Northern Lights Energy, fyrirtækis sem hefur unnið að rafbílavæðingu landsins undanfarin ár. En hann segir jafnframt að ein túrbína í Kárahnjúkum dygði til að knýja bíla landsmanna. 

Rafbílavæðing er vel á veg komin í Noregi þar sem hátt á þriðja þúsund rafbíla seldist á síðasta ári. Nú eru bílarnir farnir að drífa um 500 km á einni hleðslu og rúma vísitölufjölskylduna hæglega, en það er Tesla Model S sem sést í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert