„Fólk á ekki alltaf að gera allt sem það má“

mbl.is/Hjörtur

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagði á Alþingi í dag að meirihluti nefndarinnar hefði fallist á það sjónarmið að þingið gæti afturkallað ákæru fyrir landsdómi en hins vegar teldi meirihlutinn einnig að Alþingi ætti ekki að skipta sér af dómsmáli nema einhver sérstök rök mæltu með því eða saksóknari óskaði eftir því.

„Fólk á ekki alltaf að gera allt sem það má,“ sagði Valgerður um þá niðurstöðu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að Alþingi gæti kallað ákæruna til baka. Hún sagði það niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að efnislegar ástæður væru ekki til staðar fyrir því að kalla ákæruna til baka og að Alþingi gæti ekki kallað ákæru til baka „bara af því bara.“

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar legði því til að þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, yrði vísað frá en til vara að hún verði felld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert