Vetrarveður víða á landinu

mbl.is/Hjörtur

Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir snjókomu og hægum vindi suðvestanlands fram undir kvöld en annars er spáð vaxandi suðvestanátt og er gert ráð fyrir að éljagangur verði um landið vestanvert til morguns.

Þá má búast við að blint verði vegna hvassra élja og talsvert kóf og skafrenningur um landið sunnan- og vestanvert fram undir morgun, einkum á fjallvegum eins og á Holtavörðuheiði og Hellisheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert