Er brugðið

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Ómar Óskarsson

„Ég verð að viðurkenna það að mér er brugðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður spurður um það sem kemur fram í fréttum að Gunnar Þ. Andersen hafi fengið fjármálatengdar upplýsingar um hann.

Guðlaugur Þór segist hafa sinnt sínum skyldum sem þingmaður, sitji í efnahags- og viðskiptanefnd og hafi með málefnalegum hætti gagnrýnt og veitt aðhald stjórnvöldum og stofnunum þess. Hann láti ekki hræða sig frá því.

„Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er bundið við mig en það að maður í þessari stöðu sé að hnýsast í einkamál manna til þess að dreifa athyglinni og grafa undan trúverðugleika þeirra, það er grafalvarlegt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann sjálfur hafi ekkert að fela.

 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert