Jarðskjálfti við Helgafell

Upptök skjálftans voru við Helgafell í Hafnarfirði. Upptökin eru merkt …
Upptök skjálftans voru við Helgafell í Hafnarfirði. Upptökin eru merkt með grænni stjörnu. Mynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti sem átti upptök sín í grennd við Helgafell í Hafnarfirði fannst vel á höfuðborgarsvæðinu um klukkan hálfeitt í nótt. Að sögn veðurfræðings mældist skjálftinn á milli þrjú og þrjú og hálft stig. Frekari upplýsingar eru ekki fáanlegar að svo stöddu en tilkynningar er að vænta.

Um er að ræða þekkt skjálftasvæði og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands ekkert óeðlilegt við jarðskjálfta af þessari stærð á þessu svæði. Samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista Veðurstofunnar mældist skjálftinn 3,2 stig, og varð skammt frá Helgafelli á Reykjanesi klukkan hálfeitt.

Jarðskjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og hefur mikið verið hringt í Veðurstofuna vegna þessa en einnig hafa margir lýst upplifun sinni á samfélagsvefjum á borð við Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert