Kæru á hendur Snorra vísað frá

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson mbl.is/Jóhannes.tv

Lögreglustjóraembættið á Akureyri hefur vísað frá kæru Péturs Maack forstöðusálfræðings á hendur Snorra Óskarssyni, kennara í Brekkuskóla, sem jafnan er kenndur við Betel. Greint er frá þessu á vef Vikudags.

Pétur lagði fram kæru hjá lögreglunni á Akureyri fyrir síðustu helgi, vegna skrifa Snorra um samkynhneigða á bloggi sínu.

Eyþór Þorbergsson, fulltrúi hjá Sýslumanninum á Akureyri, segir að eftir lestur á ummælunum sem kærð voru og Snorri birti á bloggsíðu sinni, sé það niðurstaða embættisins að vísa málinu frá og frekari meðferð kærunnar því stöðvuð.

Þessi ummæli Snorra falli ekki undir að vera háð, smánum, rógur, ógnun eða þess eðlis að verið sé að ráðast á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar, þannig að atferlið falli undir að vera brot á grein  í almennum hegningarlögum, eða brot á öðrum ákvæðum hegningarlaga. Eyþór segir að hægt sé að kæra þessa niðurstöðu embættisins til ríkissaksóknara, segir í frétt Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert