Veðurteppt á Þórshöfn

Binda þurfti vélina niður á flugvellinum á Þórshöfn í morgun
Binda þurfti vélina niður á flugvellinum á Þórshöfn í morgun mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Twin Otter-áætlunarvél frá Norlandair var veðurteppt á Þórshafnarflugvelli í rúma þrjá tíma í morgun vegna hvassviðris en vindur stóð þvert á flugbrautina.

Vindstyrkur fór upp í rúma 34 metra á sekúndu í verstu hviðunum og nauðsynlegt var að skýla vélinni á flugvellinum.

Komið var með veghefil og vinnuvél auk slökkvibíls og mynduðu þessi tæki skjól fyrir vélina en vængir hennar voru bundnir við stóra steypuklumpa. Um klukkan 13 fór vélin í loftið á leið til Akureyrar með farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert