Sjálfstæðisflokkur stærstur

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup er Sjálfstæðisflokkurinn stærri en báðir stjórnarflokkarnir samanlagt. Allir gömlu flokkarnir tapa fylgi, en rúm 11% segjast ætla að kjósa Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur.

4,3% segjast ætla að kjósa Bjarta framtíð, flokk Guðmundar Steingrímssonar.

Frá þessu segir á fréttavef RÚV.

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? Síðan var spurt: En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?

Framsóknarflokkurinn fær 13% en fékk 15% síðast. Vinstri græn fá 12% en fengu 14% síðast. 2,7% segjast myndu kjósa Hreyfinguna sem er svipað og síðast. Samfylkingin fær 18,7%, en var í 22% síðast.

Stjórnarflokkarnir fá því samanlagt um 30,7% í þessari könnun, samanborið við 36% síðast. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur, með 33,3% fylgi, en var með 36% síðast.

Meira en fjórðungur þeirra sem svöruðu, 27,1%, ætla ekki að kjósa, neita að svara, taka ekki afstöðu eða ætla að skila auðu.

Frétt RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert