Margvísleg óvissa er ástæðan

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefur kost á sér til …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefur kost á sér til áframhaldandi setu á forsetastóli. Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að vaxandi þungi hafi verið á síðustu mánuðum nýliðins árs og fyrstu mánuðum þessa árs í óskum um að hann gæfi kost á áframhaldandi setu á forsetastóli. Ástæðan er margvísleg óvissa í þjóðfélaginu.

„Þar vísa menn, eins og ég nefni [í yfirlýsingu] , bæði til óvissunnar um stjórnarskrána og stöðu forsetans í henni, varðandi umrót í flokkakerfi og í þjóðmálum og varðandi átök um fullveldi Íslands,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið.

„Síðan er höfðað með mjög skýrum hætti til mín um það að ég geti nánast ekki leyft mér að fara af vettvangi við þessar aðstæður. Það er meginástæðan fyrir því að ég hefi ákveðið að breyta þessari ákvörðun,“ sagði Ólafur Ragnar um hvers vegna hann breytti þeirri ákvörðun sem hann boðaði í nýársávarpi sínu síðastliðinn nýársdag.

Hann sagði að þegar óvissunni hefði verið eytt, vonandi á allra næstu misserum, gæti þjóðin kosið sér nýjan forseta á grundvelli nýrrar stjórnskipunar og stjórnarskrár sem þá lægi fyrir.

Aðspurður sagði Ólafur Ragnar að í orðum hans um umrót í þjóðmálum fælist ekki gagnrýni á ríkisstjórnina. „Það er bara lýsing á ástandi sem bæði skoðanakannanir og atburðarás á vettvangi þjóðmálanna birtir okkur með skýrum hætti nánast á hverjum degi og er öllum ljós,“ sagði Ólafur Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert