Neyðarlögin urðu til bjargar

Davíð Oddsson situr fyrir svörum í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu.
Davíð Oddsson situr fyrir svörum í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

Skömmu fyrir efnahagshrunið var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fylgjandi því að taka 30 til 40 milljarða evra lán til bjargar bankakerfinu. Sú leið sem Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vildi fara var hins vegar farin en hún fól í sér neyðarlög og gjaldþrot bankanna.

Þetta kom fram við skýrslugjöf Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og ritstjóra Morgunblaðsins, fyrir landsdómi fyrir stundu en nú stendur yfir 15 mínútna hlé áður en Andri Árnason, lögmaður Geirs spyr vitnið.

Á sama tíma og neyðarlögin voru sett hafi seðlabankinn ákveðið að ábyrgjast kreditkortaveltu og tryggja olíuinnflutning, jafnvel þó ekki kynni að vera fyrir því full lagaheimild.

„Meginatriðið er að það var tekin pólitísk afstaða að fara þessa leið,“ sagði Davíð um neyðarlögin sem væri „ekki sú leið sem hefur verið farin í Grikklandi og Írlandi“.

Davíð kvaðst aðspurður hafa átt einn fund með Björgvin G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, annaðhvort árið 2007 eða 2008. Hann minnist þess ekki að Björgvin hefði óskað eftir fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert