Aðalvitni ber við minnisleysi

Aðalvitnið í skotárásamálinu kom fyrir dóminn í morgun en hann hafði i tvígang áður verið boðaður. Hann neitaði að tjá sig um það hvers vegna hann mætti ekki í fyrri skipti. Og þegar kom að skotárásinni bar hann við algjöru minnisleysi.

Spurður hvort að hann vildi ekki tjá sig um málið svaraði hann því til að hann myndi ekki eftir atvikum. Hann gat ekki skýrt minnisleysi sitt, en árásin var gerð 18. nóvember sl. 

Ákærðu buðust til þess að yfirgefa salinn ef það myndi hjálpa minni vitnisins. Vitnið sagði að það myndi engu breyta.

Hann var spurður hvort hann þekkti ákærðu í málinu, hann sagist þekkja einhvern þeirra en hann myndi ekki hvernig eða frá því hvenær. Þá mundi hann ekki eftir símasamskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert