Úraræningi í fimm ára fangelsi

Marcin Tomasz Lech fyrir dómi. stækka

Marcin Tomasz Lech fyrir dómi. Morgunblaðið/Kristinn

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á allar kröfur í máli ákæruvaldsins gegn Marcin Tomasz Lech, einum þeirra sem framdi rán í Michelsen úrsmiðum 17. október sl. Lech var dæmdur í fimm ára fangelsi, bíll hans gerður upptækur og honum gert að greiða 14 milljónir til Vátryggingafélags Íslands.

Lech játaði þátt sinn í málinu, og lýsti fyrir dómi hvernig hann kom að skipulagningu ránsins og að hann hefði komið hingað til lands gagngert til að flytja ránsfenginn úr landi.

Saksóknari sagði að Lech hefði verið ákærður sem aðalmaður og hann játað samkvæmt ákæru. Þó svo hann hefði sjálfur ekki ruðst inn í verslun Michelsen hefði þáttur hans síst verið minni. Hann hugðist fara með ránsfenginn úr landi en um hefði verið að ræða um fimmtíu úr, andvirði yfir fimmtíu milljóna króna.

Verjandi Lech fór fram á vægustu refsingu yfir skjólstæðingi sínum. Hann sagði að Lech hefði tekið verkið að sér vegna langvarandi atvinnuleysis og peningaskorts. Hann hefði ekki vitað nákvæmlega hvað stóð til, annað en að hann ætti að flytja úr landi og til Póllands illa fenginn varning.

Hann sagði að ef litið væri til dómafordæma ætti tveggja ára fangelsi að þykja eðlilegur dómur.

Vátryggingafélag Íslands gerði 14 milljóna króna skaðabótakröfu í málinu vegna skemmda á úrunum, og var fallist á hana.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Prjónar slaufur allan liðlangan daginn

Í gær, 23:16 Hann situr utan við Eymundsson á Akureyri á góðviðrisdögum og hjá honum liggur gjarnan tíkin Bella og fylgist með þegar hann prjónar slaufur í öllum regnbogans litum. Elli er fimmtán ára strákur sem tók málin í sínar hendur þegar hann fékk enga vinnu í sumar og selur nú slaufurnar sínar líkt og heitar lummur. Meira »

Hyggst styðja frumvarp Vilhjálms

Í gær, 22:44 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að styðja frumvarp um sölu áfengis í verslunum sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á Alþingi í haust eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Haldi í umbæturnar frá 2009

Í gær, 22:42 Halda ætti í þær breytingar sem gerðar voru á lögum um Seðlabankann árið 2009 við fyrirhugaða endurskoðun laganna, þar á meðal ákvæði um val á æðstu yfirmönnum hans. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland. Meira »

Taðreyktur bjór til Bandaríkjanna

Í gær, 22:02 „Við leyfðum einum bjórinnflytjenda að smakka taðreykta bjórprufu og hann missti sig alveg. Þar með ákváðum við að hefja framleiðslu á taðreyktum bjór,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari Borg brugghúss, sem mun á næstunni hefja útflutning á Fenri, taðreyktum bjór, til Bandaríkjanna. Meira »

Andlát: Sigurður Hallvarðsson

Í gær, 20:58 Sigurður Helgi Hallvarðsson, málarameistari og Þróttari, lést í dag, 51 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein en Sigurður greindist með heilaæxli árið 2004. Meira »

Njóta náttúrunnar á hlaupum myndskeið

Í gær, 20:10 Zachary Ekondo frá New York er einn 141 erlendra hlaupara sem ætla að berjast við náttúruöflin í Laugavegshlaupinu um helgina. Þetta er eitt elsta utanvegahlaup Evrópu og mikil þolraun svo það er aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt. Zachary segist ætla að njóta náttúrunnar á hlaupinu. Meira »

Augljóst innbrot en engar bætur

Í gær, 21:15 „Glugginn minn, sem var lokaður og læstur, hafði verið spenntur upp og tölvunni stolið,“ segir Júlía Hvanndal, sem varð fyrir miklu tjóni við innbrot en tryggingarfélagið neitar að greiða henni, með þeim rökum að sannanir skorti. Í lögregluskýrslu segir þó að ummerki um innbrot séu ótvíræð. Meira »

Eins og fjallið hefði sprungið

Í gær, 20:32 Stærðarinnar aurskriða féll úr Árnesfjalli á Ströndum um miðjan dag í dag. Björn Torfason bóndi á Melum segist hafa séð steina byrja að hrynja úr fjallinu fyrir hádegi, svo á öðrum tímanum hafi allt farið af stað svo engu var líkara en fjallið hefði hreinlega sprungið. Meira »

Íslendingar fari ekki til Gaza myndskeið

Í gær, 19:47 Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza, vegna ótryggs ástands þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

„Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“

Í gær, 19:23 Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum verður lagt fram á haustþingi. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Meira »

Á ég að kaupa fleiri tómata?

Í gær, 19:22 Í skýrslu sem OECD kynnti í vikunni kemur fram að á meðal OECD-ríkja geta um 10-15% nemenda greint flóknar fjármálaafurðir og leyst flókin fjárhagsleg dæmi. Á sama tíma geta um 15% nemenda ekki tekið einfaldar fjárhagslegar ákvarðanir og þekkja ekki hversdagsleg skjöl á borð við reikninga. Meira »

Leggja til 5 daga lundaveiði

Í gær, 19:15 Lagt var til á fundi umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar í dag að lundaveiði í Vestmannaeyjum verði leyfð í 5 daga í ágúst, með svipuðum hætti og gert var í fyrra. Meira »

Fréttaflutningurinn „byggðist á viðurkenndum gildum“

Í gær, 18:21 Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri og útgefandi Pressunnar hefur gefið út tilkynningu vegna dómsins í máli Gunnars Þorsteinssonar gegn fréttamiðlinum. Þar segir Björn Ingi að héraðsdómur hafi fallist á að ákvörðun Pressunnar um að flytja fréttir af málinu hafi byggst á viðurkenndum gildum í heiðarlegri blaðamennsku og fullnægjandi rannsókn. Meira »

Meira en fimm þúsund manns á hátíð

Í gær, 18:13 Á sjötta þúsund manns munu bregða sér á tónlistarhátíð um helgina samkvæmt útreikningum mbl.is, en þar eru taldir þeir u.þ.b. 3500 sem skella sér á ATP Iceland í Keflavík og þeir 1800 manns sem verða viðloðandi hátíðahöld Eistnaflugs á Neskaupsstað. Meira »

Sendiráðið kaupir hús

Í gær, 17:26 „Í dag var gleðidagur hér í sendiráðinu,“ segir á Facebook síðu sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi í dag. Tilefnið er undirritun kaupsamnings um kaup á nýju húsi við Engjateig í Reykjavík. Sendiráðið hefur um nokkurt skeið haft til skoðunar að flytja sig um set frá Laufásveginum. Meira »

Opna aftur eftir brunann

Í gær, 18:18 „Ég held við séum að slá eitthvað Íslandsmet hérna,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Rekstrarlandi sem brann í Skeifunni á sunnudag, en opnar á ný í Mörkinni á morgun. Samúel segir baráttuanda og bjartsýni hafa gripið starfsfólkið, sem hefur lagt nótt við dag svo þetta megi verða. Meira »

Sitja með Bónuspoka og smyrja brauð myndskeið

Í gær, 17:46 Svokallaðar sumargötur í miðborg Reykjavíkur leggjast misvel í verslunareigendur á Laugavegi. Sumir telja uppátækið fæla íslenska viðskiptavini á meðan aðrir fagna fækkun bíla á svæðinu. Meira »

Ofurhlauparinn René kláraði í gær

Í gær, 17:12 Tékkneski ofurhlauparinn René Kujan kláraði hlaup sitt um endilangt Ísland frá seinni partinn í gær. Lokaspretturinn var 45 kílómetra hlaup frá Patreksfirði til Látrabjargs. Ferð Kuj­an hófst 17. júní Gerpi, aust­asta stað lands­ins, og hefur Kujan hlaupið rúmt maraþon daglega síðan. Meira »
Kæliklefar - frystiklefar - www.ishusid.is
Úrval af kæliklefum og frystiklefum á lager og einnig allar stærðir í boði í pö...
Vandað leðursófasett til sölu
Til sölu vandað leðursófasett, vel með farið og þægilegt. Þriggja manna sófi...
EKTA AMERÍSKUR BRÖNS
TEXASBORGARAR: Ekta amerískur bröns á Texasborgurum um helgar. 2 fyrir 1 af Dal...
SUMARBÚSTAÐIR
Tveir bústaðir til leigu í Grímsnesi . Nokkrar vikur la...
 
Rafmagnsverkfr. tæknifr. iðnfr.
Önnur störf
óskar eftir að r...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Aðstoð á tannlæknastofu
Önnur störf
Aðstoð óskast á t...
Samkoma
Félagsstarf
Háaleitisbraut 58â€"60, 3. ...