Taki ábendingar ráðuneytisins alvarlega

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ráðuneytið ekkert geta gert til að fylgja því eftir að úrskurði ráðuneytisins um starfslok manns hjá Seltjarnarnesbæ verði framfylgt. Bærinn eigi þó að sjá sóma sinn í því að taka ábendingar ráðuneytisins alvarlega. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Innanríkisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að Seltjarnarnesbær hefði brotið lög þegar staða starfsmanns var lögð niður hjá bænum. Starfsmaðurinn  hefur sakað bæjarstjórann um einelti. Lögmaður Seltjarnarnesbæjar hefur hins vegar sagt að hann sé ósammála þessum úrskurði.

Ögmundur sagði í fréttum RÚV að með úrskurðinum hefði ráðuneytið verið að sinna eftirlitsskyldu sinni. Honum finnist eðlilegt að sveitarfélagið taki ábendingar ráðuneytisins alvarlega og „sjái sóma sinn í því, jafnvel þó að einhver önnur viðhorf kunni að hafa verið uppi þar á bæ“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert