Veður fer versnandi víða um land

Óveðursský dró fyrir sólu í höfuðborginni í dag. Spáð er …
Óveðursský dró fyrir sólu í höfuðborginni í dag. Spáð er vonsku veðri í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið í kvöld og nótt og fylgja honum mjög snarpar vindhviður. Búast má við að færð spillist enn frekar og því er ljóst að ekki verður gott ferðaveður í kvöld og í nótt.

Björgunarsveitir Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu víða um land vegna veðursins.

Nú fer veður versnandi og má búast við að vindhraði verði víða 18-23 m/s undir kvöld en allt að 25 m/s norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Vindhviður við fjöll geta farið yfir 40 m/s, einkum um landið norðan- og austanvert.

Með þessu veðri hlýnar tímabundið en fer að kólna aftur seint í kvöld og nótt. Í fyrramálið minnkar vindur smám saman en áfram verður hvasst norðvestantil og austantil á Suðausturlandi á morgun.

Á vef Veðurstofunnar er hægt að nálgast nýjustu veðurspá á hverjum tíma.

Færð er víða slæm með mikill hálku og er vegfarendum bent á að kynna sér vel veður og færð áður en haldið er af stað. Hér má finna upplýsingar af vef Vegagerðarinnar.

Búast má við að færð spillist enn frekar og því er ljóst að ekki verður gott ferðaveður í kvöld og í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert