Fréttaskýring: Herða reglur um nýju fararskjótana

Í nýjum drögum að umferðarlögum sem væntanlega verða lögð fyrir Alþingi á næstu dögum eru verulegar breytingar gerðar á skilgreiningu á léttum bifhjólum og á reiðhjólum. Þeir sem eiga rafmagnshjól eða svokallaðar rafmagnsvespur ættu að gefa þessu máli sérstakan gaum.

Frumvarp til breytinga á umferðarlögum verður nú lagt fyrir Alþingi í þriðja sinn frá árinu 2009 en málið hefur ekki verið útrætt á þingi. Nokkrar breytingar eru gerðar á frumvarpinu frá fyrri gerð og m.a. bætt inn ákvæði um innanríkisráðherra geti veitt sveitarfélögum í þéttbýli heimild til að innheimta gjald vegna brota á reglum um hámarksökuhraða þegar brotið er numið í löggæslumyndavél. Lögregla hefur hingað til ein haft slíkar heimildir.

Reiðhjól verða bifhjól

Eins og þeir vita sem nota göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar hafa margir á undanförnum árum fest kaup á rafmagnsvespum eða öflugum rafmótorum sem settir eru á venjuleg reiðhjól. Nýju frumvarpsdrögin, verði þau að lögum, munu hafa veruleg áhrif á þá sem nota þessa fararskjóta.

Í núgildandi umferðarlögum falla rafmagnsvespur, sem ná allt að 25 km hraða, undir sömu reglur og reiðhjól. Þar með gilda engin aldurstakmörk um notkun á vespunum, ekki hjálmaskylda nema fyrir yngri en 15 ára og engin skylda til að sækja námskeið. Verði frumvarpið samþykkt munu rafmagnsvespurnar ekki lengur flokkast sem reiðhjól heldur sem létt bifhjól í flokki I. Skilgreiningin á léttu bifhjóli er eftirfarandi: „Vélknúið ökutæki á tveimur eða þremur hjólum með sprengirými ekki yfir 50 cm³ eða með rafgeymi og ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst. Létt bifhjól greinast í létt bifhjól í flokki I sem ekki er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. og létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst.“

Til þess að mega stjórna léttu bifhjóli í flokki I, þ.m.t. rafmagnsvespum, verður ökumaður að vera 15 ára og hafa hlotið tilskilda þjálfun og hafa staðist ökupróf. Í frumvarpinu er kveðið á um að léttu bifhjólunum megi aka á götum með 50 km hámark, á hjólastíg, hjólarein og á öðrum vegum sem eru sérstaklega merktir til aksturs slíkra bifhjóla. Ekki verður annað ráðið af frumvarpinu en að áfram verði heimilt að aka þeim á göngustígum.

Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að hér sé að nokkru tekið mið af dönskum umferðarlögum að þessu leyti.

Stígi með mótornum

Í núgildandi umferðarlögum eru rafmagnsreiðhjól ekki skilgreind sérstaklega en með nýja frumvarpinu verður breyting þar á. Þar segir að ákvæði um hjólreiðar gildi einnig um hjól með stig eða sveifarbúnaði „þar sem samfellt hámarksafl er 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km/klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.“

Morten Lange, sem á sæti í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að stjórnin styðji breytingarnar, bæði hvað varðar rafvespurnar og rafhjólin, einkum að því leytinu að þau tæki sem flokkist sem reiðhjól eigi að hafa eiginleika reiðhjóls en ekki mun öflugri tækja.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hellirigning á sunnanverðu landinu í kvöld

22:12 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu fram að miðnætti. Þetta kemur fram á vedur.is.  Meira »

Vatn rennur yfir þjóðveg 1

21:04 Mikið vatn rennur yfir þjóðveg 1 á Breiðamerkursandi austan megin við Fjallsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við akstur á þessu svæði. Meira »

Skemmtilegt að hitta Bretadrottningu

20:46 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í London, fór til fundar við Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham höll í síðustu viku og afhenti trúnaðarbréf sitt. „Hún var afskaplega hlý og einlæg og sýndi okkur áhuga og minntist sinnar ferðar til Íslands,“ segir Stefán Haukur. Meira »

Áfram fundað eftir matarhlé

20:44 Stutt hlé er á fundi í kjara­deilu Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins vegna Icelanda­ir. Fundur hófst klukkan 16 í dag en nú er matarhlé. Meira »

Skipherrann sem elti Polar Nanoq

20:26 Athygli vakti þegar tvö dönsk varðskip lágu í síðustu viku nokkra daga samtímis við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta voru Hvidbjørnen og Vædderen; en þau skip og önnur tvö til viðbótar, það er Thetis og Triton, eru gerð út á norðurhöf. Meira »

Taldir tilheyra skipulagðri glæpastarfsemi

20:25 Mennirnir þrír sem handteknir voru hér á landi 12. desember og úrskurðaðir í gæsluvarðhald tilheyra hópi sem er rannsakaður eins og um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Meira »

Vilja komast burt af Íslandi

18:37 „Við erum að reyna að komast burt af eyjunni þinni,“ segja þau Pat, Gail og Chuck Spencer í samtali við blaðamann mbl á Keflavíkurflugvelli. Þau áttu flug með Icelandair til Chicago í dag. Flugið þeirra var fellt niður og átti að reyna að koma þeim til New York í staðinn. Meira »

Enn hætta á hruni á Valahnúk

19:19 Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins. Meira »

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

18:35 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Meira »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr
silfri (22mm) 6.900- kr 14k gull 49.500-. Stór (30mm) silfur 12.500,- 14k gull ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...