Valkostir stjórnlagaráðs raska ekki fyrri tillögu

Stjórnlagaráð fundar í Kennaraháskólanum.
Stjórnlagaráð fundar í Kennaraháskólanum. mbl.is/Golli

Stjórnlagaráð lauk störfum sínum í gær eftir að hafa komið aftur saman til þess að svara þeim spurningum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis beindi til þess. Ráðið afhendir nefndinni svör sín í dag.

Eiríkur Bergmann Einarsson, fulltrúi í Stjórnlagaráði, sagði að starfið hefði gengið vel og að ráðinu hefði tekist að svara öllum þeim spurningum sem fyrir það voru lagðar, vel og ítarlega.

„Í sumum tilvikum var um að ræða frekari skýringar og rökstuðning við það sem ráðið hafi lagt til. Í öðrum tilvikum bendum við á ýmsa valkosti varðandi aðrar leiðir en þær sem við lögðum til í byrjun,“ sagði Eiríkur m.a. í Morgunblaðinu í dag.

„Við bendum á að hægt væri að setja ákvæði um málskotsrétt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig skýrðum við ýmsa þætti varðandi forsetakaflann og gerðum kaflann um kosningar skýrari en hann var áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert