16 nýjar myndavélar í miðbæinn

Öryggismyndavél.
Öryggismyndavél. Ásdís Ásgeirsdóttir

Nýjar öryggismyndavélar, sem stefnt er að að verði komnar upp í byrjun sumars í miðbæ Reykjavíkur, verða 16 talsins og staðsetning þeirra hefur þegar verið ákveðin.

Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verða vélarnar í eigu Reykjavíkurborgar, sem mun bera kostnað af endurnýjun þeirra, Neyðarlínan mun sjá um gagnaflutning, þrif og uppsetningu en lögreglan annast eftirlit og móttöku og geymslu gagna.

Viðræður standa enn milli aðila um endanlega tilhögun mála en þeir funduðu síðast á mánudag.

Stefán segir að meðal þess sem enn eigi eftir að útfæra sé hvers konar myndavélar verði á hverjum stað. Þó sé stefnt að því að komast að niðurstöðu eins fljótt og kostur er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert