Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní..

Eftirfarandi spurningar verði bornar upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
 1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
           
 2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá. Viltu að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði:

1. Náttúruauðlindir lýstar þjóðareign?

2. Ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er?

3.  Persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

4. Ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

5. Ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? 10%, 15% eða 20%.

Sjá tillöguna og greinargerðina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert