Sjö póstnúmerahverfi í Reykjavík verða án pósthúss

mbl.is/Ómar

Frá árinu 1998 hefur Íslandspóstur þurft að loka 20 pósthúsum á landinu, þar af fjórum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem eru 11 pósthús.

Þá var nýverið tekin sú ákvörðun að loka pósthúsinu í Breiðholti og þar með verður fjölmennasta hverfi landsins, með rúmlega 20 þúsund íbúa, án póstafgreiðslu. Eftir að lokunin tekur gildi verða sjö póstnúmerahverfi í Reykjavík án pósthúss – 103, 104, 105, 107, 109, 111 og 113.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að bréfum hjá Íslandspósti undir 50 grömmum fækkaði um 30% frá 2006 til ársloka 2011 og er talið að frekari 16% fækkun verði til ársins 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert