Tillaga um lægri skatta vegna langrar keyrslu til og frá vinnu

Drjúgur spölur er úr Garði til vinnu í Reykjavík.
Drjúgur spölur er úr Garði til vinnu í Reykjavík. www.svgardur.is

Fram hefur komið að hækkandi bensínverð er farið að hindra fólk í byggðum utan helstu þéttbýlissvæða í að sækja þangað vinnu. Jón Viðar Viðarsson vörubílstjóri býr í Garðinum en stundar vinnu í Reykjavík, hann fer á milli á eigin fólksbíl.

Hann hefur sent sveitarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni, bréf og bent á að í bæði Noregi og Danmörku er komið til móts við þennan vanda með skattaafslætti sem miðaður er við ekna kílómetra.

Danir veita engan afslátt af fyrstu 24 kílómetrunum en síðan afslátt sem getur numið um 50 ísl. krónum á kílómetra. Norðmenn miða við um 70 ísl. kr. á 10.000 ekna km á ári en nokkru minni afslátt sé um lengri akstur að ræða.

„Sjálfur ek ég samanlagt um 20 þúsund kílómetra á ári til og frá vinnu, afslátturinn gæti verið t.d. 500-600 þúsund á ári fyrir mig,“ segir Jón Viðar í Morgunblaðinu í dag. „Það sem ég legg til er að við myndum fá 50 þúsund krónur á mánuði í skattaafslátt sem myndi nema bensínkostnaðinum eins og staðan er núna. Maður sem skiptir um vinnu og þarf ekki lengur að keyra svona langt verður síðan að gæta þess að láta skattyfirvöld vita af því, annars fær hann skell við næstu álagningu".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert