Lést við vinnu í togaranum

Sigurbjörg ÓF í höfn á Ísafirði
Sigurbjörg ÓF í höfn á Ísafirði Af vef Bæjarins besta

Banaslysið sem varð um borð í Sigurbjörgu ÓF út af Straumnesi í morgun varð þegar skipverjar unnu við þrif. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði mun sjómaðurinn hafa klemmst, að því er fram kemur í frétt Bæjarins besta.

Þegar togarinn kom til Ísafjarðar í morgun var tekin skýrsla af áhöfninni og sóknarpresturinn á Ísafirði fór einnig um borð og ræddi við skipverja. Rannsóknanefnd sjóslysa tekur við málinu þegar rannsókn lögreglu lýkur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við togarann í morgun og seig læknir um borð þegar skipið var statt í Ísafjarðardjúpi. Hann úrskurðaði manninn látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert