Gullni hringurinn pýramídi Íslands

Margir ferðamenn njóta þess að heimsækja Geysi.
Margir ferðamenn njóta þess að heimsækja Geysi. mbl.is/Rax

„Með meiri dreifingu yfir árið, yfir daginn og um landið getum við boðið milljón ferðamenn velkomna til Íslands“, sagði Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri og eigandi Atlantik, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag.

Atlantik sérhæfir sig í móttöku skemmtiferðaskipa, skipulagningu hvataferða og ráðstefnuskipulagningu  og kvað Gunnar Rafn fjölda gesta oft vera nærri þolmörkum,  t.d. í Reykjavík svo ekki væri talað um smærri staði.  Ástandið kallaði á betra skipulag, fjárfestingu í innviðum ferðaþjónustunnar, þ.e. aðstöðu, tækjum, búnaði, aukinni menntun og markvissari upplýsingagjöf. Hið sama ætti við um marga aðra vinsæla áfangastaði á landinu.

Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort skynsamlegt væri að setja takmörk á fjölda sem færi Gullna hringinn og beina fólki einfaldlega annað? Svarið fælist í því að spyrja sjálfan sig að því hver óskin væri ef maður ætti sjálfur einn dag í Kairó? Væntanlega að sjá pýramídana. Gullni hringurinn væri einn af eftirsóttustu „pýramídum Íslands“.

Bæta þyrfti aðstöðu víða á þessari leið og á veturna mætti einnig með hóflegri lýsingu á vissum áfangastöðum skapa betri aðstæður fyrir norðurljósa- og náttúruskoðun í kvöldferðum sem ættu  vaxandi vinsældum að fagna. Þannig væri hægt að dreifa álaginu og bæta nýtingu á fjárfestingum í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert