Leggja mat á spurningarnar

„Hlutverk okkar er að veita umsögn um spurningarnar. Lögin kveða á um það. Þetta er frekar svona tæknilegs eðlis,“ segir Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar og fyrrverandi héraðsdómari, í samtali við mbl.is.

Landskjörstjórn fundar í dag um þær spurningar sem til stendur að spyrja í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði í sumar um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Ætlunin er að þjóðaratkvæðið fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi.

Aðspurður hvaða skilyrði spurningarnar þurfi að uppfylla segir Freyr ekkert standa um það í lögum. Fyrir vikið líti hann svo á að landskjörstjórn sé einfaldlega falið að leggja mat á þær út frá þekkingu þeirra sem þar eiga sæti.

„Ég lít svo á að okkar sé að meta það einhvern veginn hvort spurningarnar séu þannig að það sé hægt að kjósa um þær,“ segir Freyr. „Þetta er bara umsögn og svo er það bara Alþingis hvort þeir gera eitthvað með þá umsögn.“

Sjá má spurningarnar sem til stendur að spyrja í þjóðaratkvæðinu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert