VG boðar frið á norðurslóðum

Margar þjóðir vilja nú komast yfir þær auðlindir sem leynast …
Margar þjóðir vilja nú komast yfir þær auðlindir sem leynast á norðurhjara veraldar. Hér sést bandarískur kafbátur við heræfingar á Norðurskautshafinu. AP

Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, minnti á mikilvægi umhverfisverndar og friðar í málefnum norðurslóða á fyrsta árlega þemafundi Norðurlandaráðs sem nú fer fram í Reykjavík, en Norðurskautssvæðið var þar í brennidepli í dag.

Vikið er að fundinum á heimasíðu Vinstri grænna með þeim orðum að á fundinum beri „hæst efling þróunar sem tryggir góð lífsskilyrði þeirra einstaklinga sem búa á Norðurskautssvæðinu“.

„Mikilvægt er að finna jafnvægi milli réttinda íbúanna og verndunar viðkvæmrar náttúru svæðisins. Þetta er mikilvægt vegna þess að alþjóðlegur áhugi á nýtingu náttúrauðlinda á Norðurskautssvæðinu vex og einnig áhugi á að nýta samgönguleiðir á svæðinu í framtíðinni. Fjölmargir hagsmunaaðilar tengjast Norðurskautssvæðinu, staðbundnir, svæðisbundnir og alþjóðlegir ... Á fundi flokkahóps vinstri – grænna á Norðurlöndum sem fram fór í morgun var fjallað um vinstri græna sýn á málefni norðurslóða. Þar fór Árni Þór Sigurðsson yfir nýsamþykkta stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og minnti á mikilvægi umhverfisverndar, friðar og aðkomu allra þeirra sem hlut eiga að málinu,“ segir á vef flokksins og er svo vikið að tveim öðrum frummælendum.

Sjónarhorn Grænlendinga 

Er þar annars vegar um að ræða Söru Olsvig frá grænlenskum systurflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Inuit ataqatigiit.

Lagði hún í sínu máli áherslu á aðkomu íbúa norðurslóða að stefnumótunarvinnu á svæðinu „enda búa þar um fjórar milljónir manna af mismunandi þjóðerni og menningu, auk þess sem hún benti á að í Norðurskautsráðinu sé aðkoma íbúa góð og þar séu mál afgreidd með sameiginlegri niðurstöðu“.

„Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands var síðastur á dagskrá og sagði umhverfismálin mikilvæg í allri umræðu um norðurskautið. Það væri til að mynda galið fyrir Íslendinga að ætla að vinna olíu þar, næg olía væri til í heiminum auk þess sem útblástur gróðurhúsalofttegunda væri stærsta vandamálið og síst þörf á að auka á hann,“ segir á vef flokksins um síðasta ræðumanninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert