Öryggisgæsla ráðherra ákveðin af lögregluyfirvöldum

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

„Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta er eitthvað sem ríkislögreglustjóri og lögregluyfirvöld hafa ákveðið.“

Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, spurð um ástæður þess að tveir ráðherrar í ríkisstjórn hennar, þeir Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon, njóti nú verndar öryggisvarða.

Jóhanna segist ekki vilja leggja dóm á það sem lögregluyfirvöld ákveða í þessum efnum. Hún sagðist ekki vita hvort ráðherrunum hefðu borist hótanir.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að heimili ráðherranna séu vöktuð, en einnig fylgja öryggisverðir þeim við hvert fótmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert