Gagnrýnir þingið

Stefanía Óskarsdóttir.
Stefanía Óskarsdóttir.

Dr. Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir Alþingi setja ofan með því að spyrja almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þingmenn megi leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskrá.

Hún leggur til að fyrri spurningunni í þingsályktunartillögunni verði sleppt og að fremur verði fjölgað efnislegum spurningum, sé það vilji þingsins að þjóðin aðstoði við frumvarpssmíðina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Stefaníu virðist sem meirihlutinn efist um umboð sitt til að sinna stjórnarskrárbundnum störfum og vill að hugtök um „þjóðareign“ og „auðlind“ verði skilgreind áður en þjóðin verði spurð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert