Ríkið tekur yfir 70%

Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir í upphafi blaðamannafundarins í Víkinni í …
Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir í upphafi blaðamannafundarins í Víkinni í sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík þar sem kvótafrumvarpið var kynnt mbl.is/Golli

LÍÚ segir að með nýju kvótafrumvarpi sé horfið frá kröfum um hagkvæman sjávarútveg, aflaheimildir gerðar upptækar til pólitískrar endurúthlutunar og ofurskattar lagðir á greinina.

„Stór og smá sjávarútvegsfyrirtæki víðsvegar um landið hafa með hagræðingu, kaupum á aflaheimildum og stóraukinni tæknivæðingu á sl. 20 árum breytt íslenskum sjávarútvegi í arðbæra atvinnugrein sem skilar umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið,“ segir í frétt á vefsíðu LÍÚ.

„Slíkar aðgerðir munu draga allan hvata úr núverandi kerfi, koma í veg fyrir fjárfestingar, gera íslenskan sjávarútveg óhagkvæman og leggja þungar byrðar á landsbyggðina.“

Í fréttinni segir að þar sem ekkert samráð hafi verið haft við útvegsmenn við gerð frumvarpsins, hafi ekki gefist kostur á að greina það í heild. En þeim virðist sem svo að ríkið ætli að taka til sín 70% af áætluðum hagnaði útgerðar og fiskvinnslu í sérstakt veiðigjald.

Að auki ætli ríkið að innheimta átta krónur á  þorskígildi í svokallað almennt veiðigjald. „Ætla má að það muni nema rúmum 3,5 milljörðum á næsta fiskveiðiári.“

Einnig telja útgerðarmenn að með þessari skattlagningu sé rekstrargrundvelli kippt undan fjölmörgum sjávarútvegsfyrirtækjum víðsvegar um landið.

Fréttin á vefsíðu LÍÚ


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert