Lágmarkið að sitja út fundinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Það hlýtur að vera gaman að vera sjálfstæðismaður í dag,“ sagði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag vegna þeirrar uppákomu sem varð í þinginu í nótt þar sem ekki var hægt að greiða atkvæði um hvort þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, yrði afgreidd til annarrar umræðu þar sem ekki voru nægjanlega margir þingmenn viðstaddir.

Lúðvík sagði að sjálfstæðismenn hefðu farið fram á slíka atkvæðagreiðslu til þess að reyna að stöðva málið af því að þeir vildu ekki þá stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hefði lagt drög að. Þeir vildu ráða því hvernig stjórnarskráin væri og reyndu því allt til þess að koma í veg fyrir að umrætt þjóðaratkvæði færi fram.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Lúðvík og vísaði ummælum hans á á bug. Sagði hún að það væri lágmarkið að þeir sem færu fram á næturfund sætu þá út fundinn.

Rifjaði hún það sömuleiðis upp að flokkur Lúðvíks hefði lagst gegn tillögu sjálfstæðismanna um að þjóðaratkvæði færi fram um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið og sömuleiðis um Icesave-samningana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert