Munar 14-22 milljörðum

mbl.is/ÞÖK

Arðurinn sem lagður er til grundvallar við útreikninga á sérstaka veiðigjaldinu í öðru kvótafrumvarpinu er allt of mikill og byggist á röngum forsendum við útreikninga.

Þetta er mat dr. Birgis Þórs Runólfssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem fullyrðir að alrangt sé að gera ráð fyrir 22 milljarða kr. arði af fiskveiðum árið 2010, líkt og gert sé í greinargerð frumvarpsins. Nær sé að miða við 0-8 milljarða kr. arð eða rentu eins það er kallað í frumvarpinu.

Í umfjöllun um afleiðingar kvótafrumvarpsins og frumvarps um veiðigjald í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að útlán þriggja stærstu bankanna til fyrirtækja í sjávarútvegi nema hátt í 300 milljörðum króna.

Bankarnir eiga því mikið undir gengi útgerðarinnar og hafa nú til skoðunar hvaða áhrif nýju kvótafrumvörpin munu hafa á rekstur hennar. Til dæmis nema útlán Landsbankans til sjávarútvegsins um 135 milljörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert