30 metra strókur úr Strokki

Reuters

„Þetta var mjög tignarlegt og frábært gos, um 30 metrar og það er ljóst að hverinn er að vakna verulega til lífsins nú þegar vorið er að koma til okkar. Við vorum með ferðamenn í „hverasmakki“ þegar gosið varð og voru þeir hæstánægðir með að fá svona magnað gos í beinni útsendingu,“ segir Mábil Gróa Másdóttir á Geysi í Haukadal í samtali við vefmiðilinn DFS, en Strokkur gaus óvenjulega hátt í gær eða um 30 metra. 

Gosin í Strokki eru yfirleitt 15-20 metrar og gýs hann að meðaltali á 15 mínútna fresti allan sólarhringinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert