„Aldrei heyrt annað eins rugl“

Sigurður Líndal.
Sigurður Líndal. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnlagaráðsfulltrúinn Gísli Tryggvason fullyrti m.a. í viðtali við Morgunblaðið á laugardag að yrðu tillögur ráðsins samþykktar þyrfti ekki að greiða mönnum bætur þótt veiðikvóti yrði tekinn af þeim. Sigurður Líndal lagaprófessor er vægast sagt ósammála Gísla.

„Hann segir að ef nýja stjórnarskráin taki gildi muni allir samningar og lög sem stangast á við stjórnarskrána falla brott án þess að bætur komi fyrir,“ segir Sigurður. „Í fyrsta lagi er það spurning hvort þessi lög og samningar muni falla á brott, látum það liggja milli hluta. En án þess að bætur komi fyrir!

Ekki tekur betra við. Gísli bendir á að bætur séu greiddar samkvæmt stjórnarskrárákvæði um eignarrétt en ákvæði í tillögu stjórnlagaráðs um auðlindir og afnot af þeim sé „sértækt stjórnarskrárákvæði og gangi því framar rétti til bóta samkvæmt ákvæðum um atvinnufrelsi og eignarrétt“. Að halda því fram að það megi með sértækum stjórnarskrárákvæðum svipta menn mannréttindum er glórulaust.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert