Ekki gert ráð fyrir afskriftum

Þorvarður Gunnarsson framkvæmdastjóri Deloitte & Touche segir útreikninga stjórnvalda á áhrifum fiskveiðifrumvarps gallaða. Þar sé ekki gert ráð fyrir afskriftum og nýfjárfestingum fyrirtækja og þar með séu forsendur þeirra rangar. Hann segir að frumvarpið muni draga allan mátt úr greininni.

Hann segir engan ofurhagnað í sjávarútvegnum eins og er, hann skili sér á endanum til þjóðarinnar og verði frumvarpið að lögum muni það einungis verða til þess að minna verði til skiptanna fyrir alla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert