Myndi ekki ríkisstjórn með þeim sem stóðu að ákæru

Geir Haarde ásamt lögmanni sínum Andra Árnasyni fyrir Landsdómi.
Geir Haarde ásamt lögmanni sínum Andra Árnasyni fyrir Landsdómi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ungir sjálfstæðismenn telja framgöngu þeirra þingmanna sem stóðu að ákærunni á hendur Geir H. Haarde, og frávísun afturköllunarinnar, svo alvarlega atlögu að mannréttindum og réttarríkinu að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þeim þingmönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SUS.

„Ungir sjálfstæðismenn harma að ríkisstjórnin hafi óttast svo umræðuna um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde að hún hafi komið í veg fyrir að málið fengi endanlega efnislega meðferð í þinginu,“ segir í yfirlýsingunni frá SUS í morgun. Framganga meirihlutans á þinginu sýni fram á að ríkisstjórnin er algjörlega rökþrota í málinu.

„Þrátt fyrir þetta liggur fyrir að meirihluti þingsins, sem fer sameiginlega með ákæruvald í málinu, telur Geir ekki sekan. Það hlýtur að sýna að svo skynsamlegur vafi sé um sekt Geirs að Landsdómur eigi ekki annarra kosta völ en að sýkna Geir. Hann er í raun ákærður fyrir að gera ekki eitthvað, sem enginn veit hvað hefði átt að vera, vegna aðstæðna sem enginn gat séð fyrir.“

Því líta ungir sjálfstæðismenn svo á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þeim sem stóðu að ákærunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert