Solveig Lára býður sig fram

Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur lýst yfir framboði í vígslubiskupskjöri á Hólum. Solveig er sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal.

Núverandi vígslubiskup, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, hefur lýst því yfir að hann ætli að láta af embætti. Stefnt er að því að nýr vígslubiskup verði vígður á Hólahátíð í ágúst.

 Í yfirlýsingu frá Solveigu segir að hún leggi áherslu á að vinna að stefnumótun í söfnuðum stiftisins, efla samstarf og hlúa að starfsfólki kirkjunnar. „Framundan er starf við stefnumörkun biskupsembættanna og ég vil leggja mitt af mörkum til að þau þjóni kirkjunni enn betur.“

Vefsíða Solveigar Láru

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert