Fólk fari ekki að Öskjuvatni

Öskjuvatn 27. mars. Enginn ís er nú á vatninu. Myndina …
Öskjuvatn 27. mars. Enginn ís er nú á vatninu. Myndina tók Hreinn Skagfjörð Pálsson. Af vef Vatnajökulsþjóðgarðs

Ekki er ljóst hvaða atburðarás er í gangi við Öskju og veldur ísleysi Öskjuvatns, og því vilja lögreglustjórinn á Húsavík og almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beina þeim tilmælum til fólks að fara ekki um svæðið að óþörfu. Sérstaklega er varað við því að fólk fari að Víti eða Öskjuvatni vegna möguleikans á að eitraðar gastegundir séu að leita upp. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans.

Í mars kom í ljós að allur ís var farinn af Öskjuvatn en það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist á þessum árstíma, líkt og sagt var frá á mbl.is

Vegna þess fóru vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í könnunarflug með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.  Í ljós kom að vatnið er alveg íslaust og engar augljósar vísbendingar um ástæðu þess. Mjög ólíklegt er að veðurfræðilegir þættir hafi haft þessi áhrif.

Jarðvísindastofnun og Veðurstofan munu fara í leiðangur á svæðið eftir páska til þess að gera mælingar á svæðinu og koma fyrir tækjabúnaði til frekari mælinga.

Vakin er athygli á því að Vegagerðin hefur bannað allan akstur á hálendisvegum norðan Vatnajökuls vegna ástands vega.

MODIS gervihnattamynd frá NASA 02.04.2012 kl. 13:40, svokölluð náttúruleg litmynd. …
MODIS gervihnattamynd frá NASA 02.04.2012 kl. 13:40, svokölluð náttúruleg litmynd. Öskjuvatn sker sig úr á miðri mynd enda íslaust óvenjusnemma. Af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert