Allir elska alla á Ísafirði

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. mbl.is

Rokkhátið alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, fer vel af stað á Ísafirði. Verulega hefur fjölgað í bænum, þar sem einnig fer fram hin árlega skíðavika, en að sögn lögreglu hafa bæði gestir og heimamenn hegðað sér sómasamlega.

„Hér eru allir sultuslakir bara og allir elska alla,“ sagði lögregluþjónn á Ísafirði í samtali við Mbl.is fyrir stundu. Bæði gestir og brottfluttir heimamenn fjölmenna vestur um páskana. Í gærkvöldi hófst dagskrá Aldrei fór ég suður óformlega að segja má. Mikil löggæsla var í bænum en allt fór vel fram. 

Hátíðin verður svo sett í kvöld og stendur fram á sunnudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert