Ólíðandi hegðun „bílatöffara“

Skjáskot úr myndbandinu sem sett var inn á Youtube.
Skjáskot úr myndbandinu sem sett var inn á Youtube. Skjáskot/Youtube

Íbúar í nágrenni við Grandatorg og Ánanaust í Reykjavík eru langþreyttir á framferði ökumanna á svæðinu um nætur. Í bréfi til mbl.is segir að engu líkara sé en að um leikvöll „bílatöffara“ sé að ræða og þrátt fyrir að ítrekaðar tilkynningar til lögreglu breytist ekkert.

Einn íbúa tók sig til nýverið eina nóttina og myndaði hvernig ökumenn haga sér við Grandatorgið. Hann segir að ekki aðeins hafi framferði ökumanna verið tilkynnt símleiðis til lögreglu heldur hafi bréf endurtekið verið send til lögreglu og borgaryfirvalda undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir það fái ökumenn áfram að „leika sér“ óáreittir.

Í myndbandinu hér að neðan segir að aðgerðarleysi yfirvalda sé fullkomið. „Þessi hegðun heldur áfram nánast óáreitt enn eitt árið og veldur íbúum í nágrenninu ónæði á nóttunni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert