Ísland er heitasti staðurinn

Fegurð norðurljósanna laðar að ferðamenn.
Fegurð norðurljósanna laðar að ferðamenn. mbl.is/Sigurgeir

Ísland er heitasti áfangastaður ferðalanga í Evrópu ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem birt var á vefsíðu Fodor's Travel. Síðan er vel þekkt meðal ferðalanga fyrir að veita góð ráð á ferðalögum, benda fólki á spennandi áfangastaði og mæla með vinsælum veitingastöðum svo fátt eitt sé nefnt.

Þeir sem tóku þátt í könnun Fodor's gátu raðað ríkjum og borgum Evrópu í ákveðna flokka og var m.a. gefin einkunn fyrir mat og vín, listir og menningu, fjölskylduferðalög og ódýrasta valkostinn.

Um Ísland segir t.a.m. að nú sé rétti tíminn til að ferðast til landsins einkum vegna þess að árið 2012 bjóði upp á besta tækifærið í rúma hálfa öld til þess að njóta hinna margbrotnu norðurljósa.

Meðal áfangastaða sem fylgja fast á eftir Íslandi í þessum flokki má nefna stórborgirnar Dublin á Írlandi, Berlín í Þýskalandi og Edinborg í Skotlandi.

Borgin St. Andrews í Skotlandi var valin vinsælasti áfangastaður fjölskyldufólks en í öðru sæti kom Írland. Til gamans má geta að Ísland náði þriðja sætinu í þessum flokki. 

Í flokknum listir og menning höfnuðu borgir á borð við Flórens, Róm, París og Madríd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert