Kortaveltan aldrei meiri

Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi í janúar síðastliðnum var 3.007 milljónir króna og hafði þá aldrei verið jafn mikil. Veltan hefur farið stigvaxandi ár frá ári samfara hraðri fjölgun ferðamanna og hefur t.d. aukist um 54% síðan í janúar 2009 er hún var 1,95 milljarðar.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir að þetta megi lesa út úr nýjum tölum á vef Hagstofu Íslands en samkvæmt þeim var veltan 2,4 milljarðar í janúar 2010 og 2,64 milljarðar í janúar 2011. Aukningin síðan í fyrra er alls 372 milljónir króna sem þýðir 14% aukningu í janúar milli ára.

Sé eingöngu horft til janúar, febrúar og mars hefur veltan í einstökum mánuði mest farið í 3.473 milljónir í mars 2011 og var hún þá 20 milljónum meiri en í sama mánuði ársins 2010, öðrum veltumesta mánuðinum.

Skal tekið fram að hér er ekki tekið tillit til verðbólgu og eru tölur frá fyrri árum því ekki núvirtar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert