Gagnlegur fundur að baki

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar.
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Atvinnuveganefnd Alþingis mætti til fundar í morgun og var fundarefnið stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingar, segir fundinn hafa verið gagnlegan og jákvæðan.

Fundinn sátu fulltrúar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti en fyrir páska hafði ráðherra einnig mætt til fundar við nefndina. Í dag var farið yfir forsendur útreikninga veiðileyfagjaldsins og kynntu fulltrúar ráðuneytisins sínar hliðar á þeim.

„Í morgun var aðalumræðan um veiðileyfagjaldið, hvaða aðferð á að nota til að reikna það og hvað það gefur,“ segir Kristján.

Þá mættu jafnframt fulltrúar endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og segir Kristján ágætis skoðanaskipti hafa farið fram á milli fundarmanna.

„Á morgun koma m.a. fulltrúar frá Hagstofunni og síðan höldum við áfram að funda á okkar fundardögum næstu vikur þegar þing er komið saman,“ segir Kristján en fundurinn á morgun mun hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert