Kristín ætlar ekki í framboð

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn

Dr. Kristín Ingólfsdóttir, rektor háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til framboðs í embætti forseta Íslands. Hún sendi yfirlýsingu um þetta til fjölmiðla síðdegis.

„Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur  á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands  í kosningunum 30. júní.  Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári.  

Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti  geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar.  Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands.  Ég vil við þetta tækifæri  þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust  sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands.  

Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu.  Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar  stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum.  

Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar.  Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn  mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið.  Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert