Brown skuldar þjóðinni afsökun

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Reuters

„Það styrkti íslensku þjóðina að átta sig á því að kreppan bar ekki einungis með sér fjárhagslega og efnahagslega breytingar, heldur voru þær líka félagslega, stjórnarfarslega og jafnvel réttarfarslegar.“ Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við bandarísku fréttasíðuna The Business Insider International.

„Ef hrun fjármálakerfis getur komið einu stöðugasta og þróaðasta lýðveldi heims á kné, hvernig gæti þá farið fyrir löndum sem búa við minni stöðugleika í stjórnarfari?“ spyr Ólafur Ragnar í viðtalinu.

Þar segir að fjármálakreppan hér á landi hafi verið persónuleg á ýmsan hátt fyrir forsetann. Hann hafi hvatt og stutt íslenska útrásarvíkinga og að kreppan hafi verið sársaukafull áminning um að þrátt fyrir allt sé Ísland lítil og einangruð þjóð. Íslendingum hafi gengið vel að vinna sig í gegnum vandann og ástandið hér er borið saman við ýmis Evrópulönd eins og Grikkland, Ítalíu og Spán.

Ólafur Ragnar segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hugsanlega lært meira af veru sinni á Íslandi og afskiptum sínum af fjármálum landsins en öfugt.

„Þetta var afskaplega erfitt“

Í viðtalinu eru Icesave málin reifuð og sú ákvörðun forsetans að neita að skrifa undir Icesave lögin með þeim afleiðingum að þau voru tvisvar sinnum borin undir þjóðaratkvæði. „Þetta var afskaplega erfitt,“ segir Ólafur um þessar ákvarðanir sínar. „Allar stórar fjármálastofnanir, bæði í Evrópu og hér heima voru mér andsnúnar vegna þessa. Sterk öfl á Íslandi og í Evrópu töldu þessa ákvörðun mína hreinustu vitleysu.“

Ákvörðunin var umdeild og hefur dregið margvíslegan dilk á eftir sér. Fyrir forsetann snýst þetta um söguna. „Evrópa ætti að snúast meira um lýðræði heldur en fjármálamarkaðina. Mér fannst ég verða að velja lýðræðið.“

Brown skuldar afsökunarbeiðni

Hann segist ósáttur við framgöngu Breta í þessu máli og nefnir þar Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra og segir hann skulda Íslendingum afsökunarbeiðni. Hann líkir ástandinu við Falklandseyjastríðið og segir það hafa verið „stórfellda móðgun“ að líkja einu friðsamasta ríki veraldar, stofnríki NATO og einum helsta bandamanni Breta í heimsstyrjöldinni síðari við al-Qaeda og Talibana með því að setja Ísland á lista yfir hryðjuverkaríki.

Hann segir Ísland ekki hafa átt um marga kosti að velja. „Ef við berum saman efnahagsreikning Íslands og Bretlands og yfirfærum þá upphæð sem bresk yfirvöld kröfðust af Íslendingum, þá væri það sambærilegt við að biðja breska skattþegna um að bera ábyrgð á 800 milljörðum punda.“

Beygir sig undir vilja þjóðarinnar

„Norðurheimskautið er orðið eitt mikilvægasta svæði heims á margan hátt,“ segir Ólafur Ragnar í viðtalinu. Hann segist hyggja á áframhaldandi þátttöku í ýmsum málaflokkum og ef að meirihluti þjóðarinnar vilji að hann sitji áfram sem forseti, þá muni hann beygja sig fyrir því. En ef það verður ekki þannig, þá er það í besta lagi mín vegna.“

Viðtalið við Ólaf Ragnar á The Business Insider International

mbl.is

Innlent »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...