Brown skuldar þjóðinni afsökun

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Reuters

„Það styrkti íslensku þjóðina að átta sig á því að kreppan bar ekki einungis með sér fjárhagslega og efnahagslega breytingar, heldur voru þær líka félagslega, stjórnarfarslega og jafnvel réttarfarslegar.“ Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við bandarísku fréttasíðuna The Business Insider International.

„Ef hrun fjármálakerfis getur komið einu stöðugasta og þróaðasta lýðveldi heims á kné, hvernig gæti þá farið fyrir löndum sem búa við minni stöðugleika í stjórnarfari?“ spyr Ólafur Ragnar í viðtalinu.

Þar segir að fjármálakreppan hér á landi hafi verið persónuleg á ýmsan hátt fyrir forsetann. Hann hafi hvatt og stutt íslenska útrásarvíkinga og að kreppan hafi verið sársaukafull áminning um að þrátt fyrir allt sé Ísland lítil og einangruð þjóð. Íslendingum hafi gengið vel að vinna sig í gegnum vandann og ástandið hér er borið saman við ýmis Evrópulönd eins og Grikkland, Ítalíu og Spán.

Ólafur Ragnar segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi hugsanlega lært meira af veru sinni á Íslandi og afskiptum sínum af fjármálum landsins en öfugt.

„Þetta var afskaplega erfitt“

Í viðtalinu eru Icesave málin reifuð og sú ákvörðun forsetans að neita að skrifa undir Icesave lögin með þeim afleiðingum að þau voru tvisvar sinnum borin undir þjóðaratkvæði. „Þetta var afskaplega erfitt,“ segir Ólafur um þessar ákvarðanir sínar. „Allar stórar fjármálastofnanir, bæði í Evrópu og hér heima voru mér andsnúnar vegna þessa. Sterk öfl á Íslandi og í Evrópu töldu þessa ákvörðun mína hreinustu vitleysu.“

Ákvörðunin var umdeild og hefur dregið margvíslegan dilk á eftir sér. Fyrir forsetann snýst þetta um söguna. „Evrópa ætti að snúast meira um lýðræði heldur en fjármálamarkaðina. Mér fannst ég verða að velja lýðræðið.“

Brown skuldar afsökunarbeiðni

Hann segist ósáttur við framgöngu Breta í þessu máli og nefnir þar Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra og segir hann skulda Íslendingum afsökunarbeiðni. Hann líkir ástandinu við Falklandseyjastríðið og segir það hafa verið „stórfellda móðgun“ að líkja einu friðsamasta ríki veraldar, stofnríki NATO og einum helsta bandamanni Breta í heimsstyrjöldinni síðari við al-Qaeda og Talibana með því að setja Ísland á lista yfir hryðjuverkaríki.

Hann segir Ísland ekki hafa átt um marga kosti að velja. „Ef við berum saman efnahagsreikning Íslands og Bretlands og yfirfærum þá upphæð sem bresk yfirvöld kröfðust af Íslendingum, þá væri það sambærilegt við að biðja breska skattþegna um að bera ábyrgð á 800 milljörðum punda.“

Beygir sig undir vilja þjóðarinnar

„Norðurheimskautið er orðið eitt mikilvægasta svæði heims á margan hátt,“ segir Ólafur Ragnar í viðtalinu. Hann segist hyggja á áframhaldandi þátttöku í ýmsum málaflokkum og ef að meirihluti þjóðarinnar vilji að hann sitji áfram sem forseti, þá muni hann beygja sig fyrir því. En ef það verður ekki þannig, þá er það í besta lagi mín vegna.“

Viðtalið við Ólaf Ragnar á The Business Insider International

mbl.is

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Armbönd
...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...