Ekki grunnur til skattlagningar

Ekki er hægt að nota útreikninga Hagstofu Íslands um sjávarútveg sem grundvöll fyrir skattlagningu á atvinnugreinina. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem segir að þessir útreikningar hafi verið unnir í allt öðrum tilgangi.

Atvinnuveganefnd Alþingis fjallaði um frumvörp sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld á fundi sínum í gær. Meðal annars mættu fulltrúar Hagstofunnar á fundinn og gerðu grein fyrir útreikningum sínum um sjávarútveg.

„Það er ljóst mál að þeir útreikningar sem Hagstofan hefur unnið í gegnum tíðina um stöðu sjávarútvegs, og hafa mjög mikla þýðingu til að varpa ljósi á stöðu greinarinnar, geta aldrei verið grundvöllur fyrir skattlagningu. Þeir eru einfaldlega unnir í allt öðrum tilgangi,“ segir Einar.

Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Kristinn Guðfinnsson mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert