Mýramenn minntust sinubrunans

Mýraeldarnir í apríl 2006 eru með mestu sinubrunum sem orðið …
Mýraeldarnir í apríl 2006 eru með mestu sinubrunum sem orðið hafa hér á landi. Rax / Ragnar Axelsson

Það var margt um manninn á Mýraeldahátíð sem Mýramenn héldu í dag til að minnast sinubrunans mikla í byrjun apríl 2006. Á hátíðinni var keppt í reiptogi og í traktoraakstri, en þar kynntu fyrirtæki einnig vörur sínar og seldar voru prjónavörur og fleira.

Hraunhreppingar sigruðu Álfthreppinga í reiptogi og Borgnesingar sigruðu Kolhreppinga.

Þetta er þriðja Mýraeldahátíðin sem haldin er en hún fer fram við félagsheimilið Lyngbrekku. Þar var meðal annars sveitamarkaður, vélasýning og bændasprell. Á hátíðinni minnast bændur og búalið ásamt öllum velunnurum svæðisins Mýraeldanna miklu sem geisuðu í Hraunhreppi snemma vors 2006.

Kvöldvaka  verður í kvöld í Lyngbrekku. Að henni lokinni verður efnt til dansleikjar með hljómsveitinni Sixties. Veislustjóri verður Bjartmar Hannesson bóndi og skáld á Norður-Reykjum. 

 Mýraeldarnir í apríl 2006 eru með mestu sinubrunum sem orðið hafa hér á landi, en þá brann 73 km2 landsvæði.

Nánar um sinubrunann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert