Ennþá talsvert öskufok

Ennþá er talsvert öskufok í þurrviðri í Fljótshverfi og á …
Ennþá er talsvert öskufok í þurrviðri í Fljótshverfi og á Síðu. mbl.is/Guðmundur

„Við erum mikið búin að biðja um svifryksmæli hérna í Fljótshverfi. Það er þyngra en tárum taki að fá það í gegn,“ segir Björn Helgi Snorrason, bóndi á Kálfafelli.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hann Umhverfsstofnun bera við peningaleysi, en á svæðinu eru sjö börn 14 ára eða yngri.

„Það er meira en fólk gerir sér grein fyrir. Maður sér það á borðum þegar maður þurrkar af, það er komið lag á þau fljótlega. Maður er eiginlega stórmóðgaður að fá ekki þennan mæli. Mér finnst það mjög skrítið og eins með rannsóknarhagsmuni í huga,“ segir Björn.

Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir málið í skoðun. Hann segir að það sé mælir í þéttbýlinu á Klaustri en að meira svifryk sé þó austar og að gera þurfi breytingar til að hægt sé að færa mælinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert