Læknar leita til Hjálparstarfsins

Margt fátækt fólk á í erfiðleikum með að mæta óvæntum ...
Margt fátækt fólk á í erfiðleikum með að mæta óvæntum lyfjaútgjöldum. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Mörg dæmi eru um að læknar og félagsráðgjafar á sjúkrahúsum hafi samband við Hjálparstofnunar kirkjunnar með beiðni um að stofnunin aðstoði sjúklinga sem ekki geta greitt fyrir lyfin sín. Þetta eru sjúklingar sem eru að útskrifast af sjúkrahúsum og eiga að taka lyf en eiga ekki peninga til að greiða fyrir þau.

Þetta segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að lyfjakostnaður sé útgjaldaliður sem sé mörgum fátækum fjölskyldum erfiður. „Það hefur orðið mikil aukning í umsóknum frá fólki sem á í erfiðleikum með að leysa út lyf. Þetta tengist m.a. flensufaraldri. Fólk á erfitt með að greiða fyrir sýklalyf þar sem sjúklingur þarf að bera allan kostnað sjálfur. Sama á við um fólk sem er að taka föst lyf. Það er viss hópur fólks sem getur ekki tekist á við óvænt útgjöld. Fólk ræður því ekki við að leysa út lyf ef það veikist af flensu eða læknir ávísar nýjum lyfjum.“

Það eru ekki bara sjúklingar sem hringja. „Læknar og félagsráðgjafar á sjúkrahúsum hringja iðulega í okkur í sambandi við útskriftir af sjúkrahúsum. Þegar læknar útskrifa fólk af sjúkrahúsum er því gert að taka þessi og þessi lyf og svo þegar fólk segist ekki eiga peninga til að leysa þau út er hringt í okkur,“ segir Vilborg.

Hjálparstarf kirkjunnar er með umfangsmikla innanlandsaðstoð við fátækt fólk. Stærsti útgjaldaliðurinn eru matarkortin. Í marsmánuði einum greiddi Hjálparstarf kirkjunnar 5 milljónir í mataraðstoð. Vilborg segir að útgjöld vegna matarkorta sé breytilegur milli mánaða. Aðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar sé ekki hugsuð sem föst framfærsluaðstoð og því sé ekki greitt inn á kortin þegar fólk er að fá barnabætur eða aðrar bætur frá ríkinu. Engar slíkar bætur eru greiddar í mars og því er það þungur mánuður fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar stendur enn yfir, en gíróseðlar hafa verið sendir í heimabanka fólks. Vilborg segist ekki hafa yfirlit yfir hversu miklu söfnunin hafi skilað, en hún segist hafa vonast eftir betri viðbrögðum

Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar einskorðast ekki við mataraðstoð, heldur er einnig veitt fjármálaráðgjöf, stuðningur vegna lyfjakostnaðar, skólagöngu og frístunda barna og ungmenna, einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, fataúthlutun og ýmis námskeið til sjálfstyrkingar og til að auka hæfni í heimilishaldi.

Hægt er að hringja í söfnunarsíma 907 2002 (kr. 2.500), gefa á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...