Síldarminjasafnið skuldlaust

Síldarminjasafnið á Siglufirði
Síldarminjasafnið á Siglufirði mbl.is/Sigurður Ægisson

Gestafjöldi Síldarminjasafnsins á Siglufirði sló öll fyrri met í fyrra, en tæplega 20.000 manns heimsóttu Síldarminjasafnið á síðasta ári, og er um að ræða 60% fjölgun frá árinu 2010. Auk þess greiddi safnið niður eftirstöðvar skulda sinna frá uppbyggingu Bátahússins og er nú skuldlaust. Þetta kemur fram á vefnum Sigló.is.

Á árinu 2011 var unnið að fjölmörgum verkefnum auk almenns reksturs. Bátasmíðaverkefni fór fram í Slippnum á haustdögum, Jónsmessuhátíð var haldin í júní, þónokkur viðgerð fór fram á Hlíðarhúsi og dyttað var að safnhúsunum. 

Á árinu 2012 liggja fyrir fjölmörg verkefni, en mikilvægasta verkefni ársins er frágangur safnlóðarinnar. Miklar breytingar urðu á umhverfi safnsins er nýr vegur var lagður síðasta haust. Á vordögum verður hafist handa við smíði bryggjupalla milli safnhúsanna þriggja, auk þess sem unnið verður að bættu aðgengi og fegrun svæðisins. 

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert